Naustaskóli og Naustatjörn - bílastæðamál

Málsnúmer 2013030106

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 6. fundur - 18.03.2013

Stjórnendur Naustaskóla og Naustatjarnar óska eftir að skólanefnd taki til skoðunar og umræðu bílastæða- og aðgengismál við Naustaskóla og veiti aðstoð við að leita lausna á því ófremdarástandi sem er við stofnunina í þessum málum, en jafnframt tengist málið Naustatjörn þar sem stofnanirnar samnýta húsnæði að hluta.

Skólanefnd tekur heilshugar undir áhyggjur skólastjórnenda Naustaskóla og Naustatjarnar vegna bílastæða- og aðgengismála við skólana.

Formanni skólanefndar er falið að vinna áfram að málinu.

Skólanefnd - 9. fundur - 18.05.2015

Erindi frá Ágústi Jakobssyni skólastjóra Naustaskóla dagsett 7. maí 2015, um stöðu á frágangi lóðar og bílastæða við Naustaskóla og Naustatjörn.
Skólanefnd tekur undir áhyggjur skólastjóra og foreldra varðandi frágang lóðar við Naustaskóla og aðkomu og bílastæði við Naustatjörn.
Skólanefnd vísar erindinu til Fasteigna Akureyrarbæjar.