Norðurgata 8 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2013030044

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 435. fundur - 06.03.2013

Erindi dagsett 5. mars 2013 frá Zlatko Novak þar sem hann óskar eftir að Norðurgata 8 verði skráð sem íbúð í stað verslunar.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi hverfisins er lóðin nr. 8 við Norðurgötu skilgreind sem verslunarlóð. Til þess að geta breytt skráningu úr verslun í hefðbundna íbúðarhúsalóð þarf fyrst heimild skipulagsnefndar til að gera deiliskipulagsbreytingu.

Ósk um slíka breytingu skal send skipulagsnefnd með formlegum hætti. Í framhaldi af því þarf að sækja um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun og leggja fram aðaluppdrætti af húsinu.

Notkun hússins sem íbúðarhúsnæði er því óheimil þar til breytingar hafa verið samþykktar.