Eftirlit með nýbyggingum - lokaúttektir

Málsnúmer 2013020190

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 435. fundur - 06.03.2013

Svavar Hannesson hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa 14. febrúar 2013.
Telur verulega skorta á eftirlit með nýbyggingum og úttekt á þeim. Hann telur lokaúttekt bygginga dragast úr hófi fram sem þýði tekjutap fyrir bæinn og mismuni fasteignaeigendum.

Skipulagsdeild sér um eftirlit nýbygginga sem og annarra byggingarframkvæmda og er því eftirliti framfylgt í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. Byggingarstjóri skal kalla eftir og ber ábyrgð á áfangaúttektum og að óskað sé eftir loka- eða öryggisúttekt byggingar. Í nýútgefinni byggingarreglugerð eru ákvæði um aðgerðir gagnvart byggingarstjóra ef hann sinnir ekki skyldum sínum og hefur ekki óskað eftir loka- eða öryggisúttekt áður en hús er tekið í notkun. Einnig er ákvæði um að lokaúttekt skuli gera innan þriggja ára frá því að hús er tekið í notkun. Ef byggingarstjóri hefur ekki óskað eftir úttekt skal byggingarfulltrúi hlutast til um að hún verði gerð.