Menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla

Málsnúmer 2013020140

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 4. fundur - 18.02.2013

Erindi frá Félagi leikskólakennara um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda á leikskólum dags. 8. febrúar 2013.

Akureyrarkaupstaður uppfyllir lög nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla þar sem kveðið er á um að að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna skuli teljast til stöðugilda leikskólakennara. Samkvæmt tölum frá 1. október 2012 eru leikskólakennarar í öllum stöðum stjórnenda við leikskóla Akureyrarkaupstaðar, í sérkennslu er hlutfallið 95% og við aðra kennslu, uppeldi og umönnun er hlutfallið 79%.