Sjafnargata - Lón - framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vatnsleiðslu

Málsnúmer 2012090163

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 144. fundur - 27.09.2012

Erindi dagsett 13. september 2012 þar sem Bragi Sigurðsson f.h. Norðurorku ehf., kt. 550978-0169, óskar eftir framkvæmdaleyfi til að leggja Ø 225 mm PE plastlögn fyrir kalt vatn milli Sjafnargötu, Grænhóls og eldri vatnslagnar Norðurorku sem liggur meðfram og norðan við Lónsveg/Lögmannshlíðarveg. Meðfylgjandi eru skýringar og loftmynd.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi skýringargögn um legu lagnarinnar og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.-g "Samþykktar um skipulagsnefnd".