Naust III - umsókn um rif á gömlum húsum

Málsnúmer 2012050104

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 397. fundur - 16.05.2012

Erindi dagsett 11. maí 2012 þar sem Óskar Gísli Sveinsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi til að rífa niður skúra og fl. að Naustum III lnr. 146957. Meðfylgjandi er afstöðumynd og ljósmynd.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið á grundvelli gildandi deiliskipulags og með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð, þ.e. plata og sökklar sem standa upp úr jörð og að svæðið verði grætt upp. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt hefur farið fram skv. 16. gr. Mannvirkjalaga.