Skóladagar - skipting í kennsludaga og aðra skóladaga - túlkun Mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Málsnúmer 2012040098

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 9. fundur - 07.05.2012

Erindi dags. 18. apríl 2012 frá Erlu Ósk Guðjónsdóttur á Skrifstofu menntamála hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á svari ráðuneytisins, dags. 16. apríl 2012, sem svar við beiðni um túlkun á nokkrum álitaefnum sem lúta að skiptingu skóladaga í grunnskólum milli kennsludaga og annarra skóladaga.

Skólanefnd samþykkir að fela fræðslustjóra að óska eftir rökstuðningi við það ákvæði úrskurðarins að ekki megi tvítelja skóladaga í skóladagatali grunnskóla, þar sem nemendur eru sem svarar tvöföldum tíma sínum í skólanum þá daga.