Brekkugata 27a - umsókn um breytingu á notkun

Málsnúmer 2012040072

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 394. fundur - 24.04.2012

Erindi dagsett 16. apríl 2012 þar sem Börkur Þór Ottósson f.h. Sæmundar Arnars Pálssonar og Guðbjargar Þóru Ellertsdóttur óskar eftir breyttri notkun á matshluta 02 að Brekkugötu 27b, sem er skráð sem bílskúr en verður breytt í gistirými. Meðfylgjandi eru teikningar og skráningartafla eftir Börk Þór Ottósson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 533. fundur - 26.03.2015

Erindi dagsett 16. apríl 2012 þar sem Börkur Þór Ottósson f.h. Sæmundar Arnar Pálssonar og Guðbjargar Þóru Ellertsdóttur óskar eftir breyttri notkun á mhl 02 að Brekkugötu 27b sem er í dag skráð sem bílskúr en verður breytt í gistirými. Meðfylgjandi eru teikningar og skráningartafla eftir Börk Þór Ottósson.

Erindinu var frestað 24. apríl 2012. Umsækjandi kom á fund skipulagsstjóra á haustmánuðum 2012 og fékk frest til að skila inn teikningum þar sem búið er að framkvæma þær breytingar sem sótt var um. Nýjar teikningar hafa ekki borist í málinu.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem leiðrétt gögn gögn hafa ekki borist og lofthæð rýmanna ekki í samræmi við kröfur byggingarreglugerðar.