Munntóbaksnotkun í íþróttamannvirkjum

Málsnúmer 2012040025

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 108. fundur - 12.04.2012

Rætt um notkun munntóbaks í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar.

Íþróttaráð vill minna íþróttafélög á lög Íþróttabandalags Akureyrar þar sem kveðið er á um bann við neyslu tóbaks og vímuefna í tengslum við æfingar og keppni. Einnig er minnt á reglugerð nr. 326/2007 þar sem öll tóbaksneysla er bönnuð í húsakynnum sem ætluð eru til fræðslu-, félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga. Jafnframt hvetur íþróttaráð Íþróttabandalag Akureyrar og íþróttafélög á Akureyri til að banna alla notkun tóbaks í íþróttastarfi félaganna og í og við íþróttamannvirki.