Öldrunarheimili Akureyrar - staða biðlista vor 2012

Málsnúmer 2012040017

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1142. fundur - 11.04.2012

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri, Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri, Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK, Rannveig Guðnadóttir starfsmaður vistunarmatsnefndar, Friðný B. Sigurðardóttir þjónustustjóri og Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri ræddu stöðu biðlista varðandi þjónustu á öldrunarheimilunum.
Kynntir voru biðlistar í hjúkrunarrými, dvalarrými, skammtímarými og dagvistarrými á ÖA. Biðlisti eftir dvalarrýmum hefur lengst en biðlisti eftir hjúkrunarrýmum er í lágmarki. Vistunarmatskerfið mælir illa andlega og félagslega þætti sem virðist helsta ástæða þess að fólk sækir um þjónustu. Starfsmenn munu vinna áfram að tillögum til úrbóta.