Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, 120. mál

Málsnúmer 2012030239

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1142. fundur - 11.04.2012

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti tillögu til þingsályktunar er varðar heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Í þingsályktuninni er lagt til að settar verði á ný stjórnir yfir heilbrigðisstofnanir er hafi þann tilgang að vera ráðgefandi varðandi rekstur og þjónustu og hafi áhrif til aukins samráðs um grunnþjónustu í heimabyggð.

Félagsmálaráð felur Margréti Guðjónsdóttur framkvæmdastjóra HAK að ganga frá umsögn um þingsályktunartillöguna í samræmi við umræður á fundinum.