Sómatún 37-45 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012030221

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 391. fundur - 28.03.2012

Erindi dagsett 21. mars 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Trésmiðju Ásgríms Magnússonar, kt. 410604-3880, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 37-45 við Sómatún. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Tryggva Tryggvason, einnig er óskað eftir að byggja eftir ákvæðum eldri byggingarreglugerðar nr. 441/1998.
1. Gr. 6.1.3 Kröfur um algilda hönnun, lið h. varðandi hönnun umferðaleiða innan bygginga sjá kafla 6.4.
2. Gr. 6.7.2 Algild hönnun.
3. Gr. 6.7.8 Íbúðaherbergi varðandi kröfu um eitt 14 fermetra herbergi.
4. Gr. 6.12.6 Sorpgeymslur og sorpflokkun.
5. Gr. 9.5.5 Björgunarop varðandi kröfu um breidd og hæð.
6. Gr. 12.2.1 til 13.3.3 Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 392. fundur - 11.04.2012

Erindi dagsett 21. mars 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Trésmiðju Ásgríms Magnússonar, kt. 410604-3880, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 31-39 (áður 37-45) við Sómatún. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Tryggva Tryggvason. Einnig er óskað eftir að byggja eftir ákvæðum eldri byggingareglugerðar nr. 441/1998:
1. gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, lið h, varðandi hönnun umferðarleiða innan bygginga sjá kafla 6.4.
2. gr. 6.7.2. Algild hönnun.
3. gr. 6.7.8. Íbúðaherbergi varðandi kröfu um eitt 14-fermetra herbergi.
4. gr. 6.12.6. Sorpgeymslur og sorpflokkun.
5. gr. 9.5.5. Björgunarop varðandi kröfu um breidd og hæð.
6. gr. 12.2.1. til 13.3.3. Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámrks U-gilda byggingarhluta.
Innkomnar nýjar teikningar 4. apríl 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Ljósastaur og deilikassi Norðurorku standa í innkeyrslu að húsi nr. 39 (áður 45). Umsækjandi ber allan kostnað af færslu lagna og búnaðar vegna þessa.

 

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 392. fundur - 11.04.2012

Erindi dagsett 11. apríl 2012 frá Tryggva Tryggvasyni f.h. Trésmiðju Ásgríms Magnússonar ehf., kt: 410604-3880, þar sem óskað er eftir takmörkuðu byggingarleyfi til að grafa fyrir húsi og gera sökkla.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Leyfið tekur til graftar, jarðvegsskipta, undirstaðna og lagna í jörð innan og utan við undirstöður.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 397. fundur - 16.05.2012

Erindi dagsett 16. apríl 2012 þar sem Trésmiðja Ásgríms Magnússonar ehf., kt. 410604-3880, sækir um að vera byggingarstjóri við nýbyggingu að Sómatúni 31-39. Umboð hefur Ásgrímur Magnússon

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 427. fundur - 09.01.2013

Erindi dagsett 27. desember 2012, þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Trésmiðju Ásgríms Magnússonar, kt. 410604-3880, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir Sómatún 31-39.
Sótt er um undanþágu frá byggingarreglugerð 112/2012:
Gr. 8.5.2. Gler.
Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason dagsettar 17. desember 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.