Íþróttahöllin á Akureyri - ósk um undanþágu frá ákvæðum brunahönnunar

Málsnúmer 2012020259

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 387. fundur - 29.02.2012

Erindi dagsett 23. febrúar 2012 frá Guðmundi Karli Tryggvasyni f.h. Bautans ehf., kt. 540471-0379, þar sem óskað er eftir undanþágu frá ákvæðum brunahönnunar Íþróttahallarinnar á Akureyri vegna árshátíðar starfsfólks Akureyrarbæjar 2012. Áætlaður fjöldi gesta árshátíðarinnar er tæplega 1.200 sem er yfir heimiluðum fjölda sem er 1.006 gestir.

Skipulagsstjóri í samráði við slökkviliðsstjóra samþykkir að veita undanþágu frá ákvæðum brunahönnunar Íþróttahallarinnar á Akureyri vegna árshátíðar starfsmanna Akureyrar fyrir árið 2012 með eftirfarandi skilyrðum:

a) Brunavakt frá Slökkviliði Akureyrar verði við Íþróttahöllina á meðan á árshátíð stendur.

b) Borðum gesta verði þannig raðað að útgönguleiðir séu fríar og óhindraðar með öllu.

c) Gestum árshátíðarinnar verði kynnt rýmingaráætlun hússins í upphafi árshátíðar.

d) Logandi kerti eru bönnuð á borðum árshátíðargesta.

Bent skal á sækja þarf um undanþágu í hvert skipti ef fjöldi gesta í húsinu fer yfir 1.006.