Krossanes 191607 - umsókn um varanlegt stöðuleyfi fyrir olíutanka

Málsnúmer 2012010323

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 387. fundur - 29.02.2012

Erindi dagsett 25. janúar 2012 þar sem Gunnar Kr. Sigmundsson f.h. Olíudreifingar ehf., kt. 660695-2069, sækir um varanlegt stöðuleyfi fyrir þrjá eldsneytisgeyma sem staðsettir hafa verið til bráðabirgða á Krossanesi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hjört Stefánsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 411. fundur - 30.08.2012

Erindi dagsett 25. janúar 2012 þar sem Gunnar Kr. Sigmundsson f.h. Olíudreifingar ehf., kt. 660695-2069, sækir um varanlegt stöðuleyfi fyrir þrjá eldsneytisgeyma sem staðsettir hafa verið til bráðabirgða að Krossanesi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hjört Stefánsson. Innkomin ný afstöðumynd 28. júní og 27. ágúst 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.