Fagmenntun starfsmanna í leikskólum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012010081

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 1. fundur - 09.01.2012

Tölvupóstur dags. 15. desember 2011 frá Ingibjörgu Kristleifsdóttur formanni Félags stjórnenda leikskóla. Þar kemur fram að sameiginlegur fundur stjórna og skólamálanefndar Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla haldinn 8. desember 2011, skori á rekstraraðila og skólayfirvöld leikskóla Akureyrarbæjar að endurskoða ákvörðun sína um að fagmenntað starfsfólk í leikskólum Akureyrar sé að hámarki 90%.

Skólanefnd bendir á þá staðreynd að ákvörðun um þetta hámarkshlutfall er endurskoðað á hverju ári og er litið á þessa ákvörðun sem neyðarráð í því ástandi sem ríkir í samfélaginu í dag. Skólanefnd þakkar ábendinguna og hefur fullan skilning á þeim sjónarmiðum sem fram koma í erindinu.