Umhverfisstofnun - tilnefning fulltrúa í vatnasvæðisnefnd

Málsnúmer 2011100097

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3294. fundur - 03.11.2011

Erindi dags. 18. október 2011 frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Akureyrarbæjar í vatnasvæðisnefnd á vatnasvæði 2 og vísar í því sambandi í 6. gr. reglugerðar um stjórn vatnamála. Óskað er eftir því að tilnefningar í vatnasvæðisnefnd berist til Umhverfisstofnunar eigi síðar en 1. desember 2011.

Bæjarráð vísar tilnefningunni til umhverfisnefndar.

Umhverfisnefnd - 67. fundur - 08.11.2011

Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun dags 18. október 2011 þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðisnefnd. Bæjarráð hefur á fundi sínum 3. nóvember sl. vísað erindinu til umhverfisnefndar.

Umhverfisnefnd óskar eftir því við Eyþing að skipaður verði fulltrúi/fulltrúar frá þeim í vatnasvæðisnefnd.