Daggæslukönnun

Málsnúmer 2011100033

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 32. fundur - 07.11.2011

Fyrir fundinn var lögð skýrsla sem unnin var úr daggæslukönnun sem lögð var fyrir foreldra sem voru með börn í daggæslu vorið 2011. Helstu niðurstöðurnar eru eftirfarandi:
Foreldrum 172 barna var boðið að taka þátt í könnuninni. 126 svöruðu spurningalista eða
73,3%.
Í meginatriðum virðist vel staðið að daggæslukerfinu af hálfu Akureyrarbæjar.
Yfir 80% foreldra hefur nýtt sér upplýsingar af vef skóladeildar um dagforeldra. Niðurstöður
benda einnig til þess að almennt finnist foreldrum upplýsingarnar ítarlegar.
Ábendingum og ráðleggingum til foreldra og dagforeldra varðandi daggæslu í heimahúsum,
sem komið er á framfæri af hálfu skóladeildar, virðist vera vel fylgt ýmist að frumkvæði
dagforeldranna sjálfra eða að foreldrar leiti eftir því.
Tiltölulega óalgengt er að ágreiningur verði milli foreldra og dagforeldra. Í þeim fáu tilfellum
er upp komu tókst að greiða vel úr málum.
Almennt virðast foreldrar mjög ánægðir með þjónustu dagforeldra.
Þættir sem vekja mesta ánægju foreldra við þjónustu dagforeldra er framkoma dagforeldris
og hvernig tekið er á móti barninu að morgni.
Foreldrar segja að dagforeldrar leggi sig fram um að koma til móts við þarfir og væntingar
þeirra.
Talsvert ber á því að foreldrar kvarti undan því að vistunartími hjá dagforeldri bjóði ekki upp á
nægilegan sveigjanleika í upphafi og lok dags.
Forföll hjá dagforeldri geta verið nokkurt áhyggjuefni fyrir foreldra. Forföll koma niður á
annarri bindingu foreldra, s.s. vinnu eða námi. Álykta má að dagforeldrar þurfi að standa
betur að því að leita leiða til að draga úr óþægindum foreldra af völdum forfalla og að þeir
séu vel upplýstir um hvernig staðið sé að greiðslum ef til forfalla kemur.
Afstaða foreldra til þess að velja á milli leikskóla og daggæslu í heimahúsi fyrir barn sitt ræðst
mjög af viðhorfi þeirra til þjónustu dagforeldra eða þeirri reynslu sem þeir telja sig hafa af
þjónustukaupum af dagforeldri.

Skólanefnd þakkar foreldrum góða þátttöku í könnuninni.