Fjárhagsáætlun 2011 - endurskoðun - fræðslu- og uppeldismál

Málsnúmer 2011090079

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 26. fundur - 19.09.2011

Fyrir fundinn voru lagðar upplýsingar og tillögur um endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 í fræðslu- og uppeldismálum. Þar kemur fram að til viðbótar auknum kostnaði vegna kjarasamninga er óskað eftir hækkun á fjárhagsáætun ársins um kr. 104.790.000 m.a. vegna fjölgunar barna hjá dagforeldrum, aukins kostnaðar við Tónlistarskólann vegna Hofs, vanáætlunar í skólaakstri, aukins kostnaðar vegna systkinaafsláttar og hækkunar á húsaleigu.

Skólanefnd samþykkir að vísa erindinu til bæjarráðs.

Skólanefnd - 33. fundur - 21.11.2011

Fyrir fundinn var lögð tillaga að skiptingu á þeim 10 milljónum sem skólanefnd fékk til ráðstöfunar vegna góðs reksturs á árinu 2010. Lagt var til að fjárhæðinni yrði skipt milli leik- og grunnskóla í réttu hlutfalli við fjölda barna/nemenda skólaárið 2010-2011.

Skólanefnd samþykkir tillöguna með þeim skilyrðum að fjárhæðin verði nýtt í hverjum skóla þannig að nemendur njóti góðs af og að tillögur skólastjóra um nýtingu verði bornar undir foreldraráð í leikskólum og skólaráð í grunnskólum. Skólanefnd óskar eftir yfirliti frá hverjum skóla um það hvernig fjármunirnir verða nýttir.