Sandra Rebekka Dudziak - leikskólagjöld og afsláttur

Málsnúmer 2011080082

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 25. fundur - 12.09.2011

Tölvupóstur dags. 24. ágúst 2011 frá Söndru Rebekku Dudziak, þar sem hún bendir á meint misræmi í reglum um afsláttargjöld þegar foreldrar eru í námi og/eða atvinnulausir.

Skólanefnd þakkar Söndru fyrir ábendinguna og bendir á að ef foreldrar eru þannig settir að annað er atvinnulaust og hitt í fullu námi greiða þeir lægra leikskólagjaldið.

Skólanefnd felur leikskólafulltrúa að koma með tillögu að breytingu á reglum um afslætti til foreldra sem eru í fullu námi.

Skólanefnd - 26. fundur - 19.09.2011

Fyrir fundinn var lögð tillaga að breyttum reglum um afsláttargjaldskrá dagforeldra, leikskóla og frístunda. Þar er lagt til að námsmenn greiði samkvæmt afsláttargjaldskrá ef þeir stunda nám sem stendur í a.m.k. eitt ár í stað tveggja áður.

Skólanefnd samþykkir framkomna tillögu.