Langholt 11 - tenging á milli Langholts og stígs við Hörgárbraut og lóðarstækkun

Málsnúmer 2011060088

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 117. fundur - 29.06.2011

Erindi dagsett 22. júní þar sem Sigurlína H. Styrmisdóttir óskar eftir að breyting verði gerð á skipulagi á stíg milli Langholts og Hörgárbrautar, opnað verði hlið á girðingu er sett var á milli Langholts 11 og 7, til að stöðva gangandi umferð um garðinn að Langholti 11 sem er mjög mikil. Einnig er sótt um lóðarstækkun til suðurs að æskilegum stíg. Meðfylgjandi loftmynd og ljósmyndir.

Skipulagsnefnd getur ekki orðið við beiðni um opnun á stíg þar sem ekki er gert ráð fyrir stíg á þessum stað og er það ástæða þess að umrædd girðing var sett upp. Skipulagsnefnd tekur jávætt í stækkun lóðarinnar en bendir umsækjanda á að hann geti sótt um lóðarstækkun til suðurs að mörkum lóðarinnar nr. 7 við Langholt ef vilji er til þess. Umsóknin um lóðarstækkunina verður afgreidd þegar hún berst.