Rafræn stjórnsýsla

Málsnúmer 2011060012

Vakta málsnúmer

Stjórnsýslunefnd - 4. fundur - 22.06.2011

Stjórnsýslunefnd hefur á starfsáætlun sinni að ljúka stefnumörkun fyrir rafræna stjórnsýslu á árinu 2011. Vinnuhópur um rafræna stjórnsýslu sem lauk störfum haustið 2009 lagði til að íbúagátt verði tekin upp í kjölfar innleiðingar nýs skjalakerfis og ýmis skref stigin til að íbúar sveitarfélagsins geti skráð sig inn á vef til að geta fengið fullnaðarafgreiðslu erinda sinna við Akureyrarbæ og tekið þátt í stórum ákvörðunum um málefni sveitarfélagsins.

Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjóra að vinnuhópnum sem skilaði tillögum 2009 verði falið að leiða útfærslu íbúagáttar.