Miðbæjarskipulag - athugasemdir

Málsnúmer 2011050159

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 117. fundur - 29.06.2011

Bæjarráð vísaði þann 9. júní 2011 eftirfarandi erindi til skipulagsdeildar:
Jóhannes Árnason mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og skoraði á bæjaryfirvöld að horfa á miðbæjarskipulagið í heild sinni.
Hann benti á mikilvægi þess að útbúa greiðfærari gönguleiðir milli Hofs og miðbæjarins. Til að gera það þarf að breyta Glerárgötunni frá því sem er nú.

Skipulagsnefnd þakkar ábendinguna og vísar erindinu í fyrirhugaða vinnu við miðbæjarskipulagið.