Norðan Bál/Gamli barnaskólinn í Hrísey og Vitavinafélagið/stofnun vitagarðs

Málsnúmer 2011050152

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 117. fundur - 29.06.2011

Bæjarráð vísaði þann 9. júní 2011 eftirfarandi erindi til skipulagsdeildar:
Örn Alexandersson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa fyrir hönd Norðan Báls. a) Hann kynnti starfsemi Norðan Báls í Gamla barnaskólanum í Hrísey. Verið er að vinna að breytingum og úrbótum á húsinu. Hann óskar eftir leiðbeiningum hvernig hægt væri að fá húsinu breytt á skipulagi úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði, en slík breyting hefði verulega áhrif á fasteignagjöld.

Breyting sem þessi kallar á breytingu á Aðalskipulagi Hríseyjar. Nú er unnið að endurskoðun þess skipulags. Skipulagsnefnd tekur jákvætt í umrædda breytingu og vísar erindinu til vinnslu við endurskoðunina.