Gatnakerfi Akureyrarbæjar - athugasemdir

Málsnúmer 2011050149

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 117. fundur - 29.06.2011

Bæjarráð vísaði þann 9. júní 2011 eftirfarandi erindi til skipulagsdeildar:
Anton Valdimarsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og bað um skýringar á gatnagerðamálum í bænum. Hann lýsti yfir furðu sinni á ýmsum breytingum sem gerðar hafa verið að undanförnu. a) Hann benti á að við gatnamót Borgarbrautar-, Merkigils og Skessugils hafi verið komið fyrir hraðahindrun sem skapi meiri hættu en öryggi. Ökumenn aka gjarnan öfugu megin við hraðahindrunina sem skapar mikla hættu. Hraðahindrunin þarf að ná yfir alla götuna. b) Hann benti á að gatnamót við Borgarbraut og Skarðshlíð væru mjög hættuleg einkum vegna þess að handrið Glerárbrúar blindar hornið. c) Anton var ekki sáttur með þrengingar þær sem settar hafa verið upp á Þingvallastrætið við Hrísalund né heldur yfirstandi framkvæmdir við sundlaugina. Hann telur að þrengt hafi verið of mikið á þeim stað og gangstéttum gefið of mikið vægi. d) Hann lýsti yfir áhyggjum af þrengingum og umferðareyjum á Miðhúsabraut. Hann telur þrengingarnar norðvestan við Bónus algjöra slysagildru. e) Varðandi Dalsbrautina lagði hann til að leysa mætti vanda gangandi vegfarenda með vel girtum undirgöngum. f) Þá benti hann að lokum á að allar beygjur við Kjarnagötu sunnan Bónus halla út, sem skapar hættu.

Skipulagsnefnd þakkar ábendingarnar.

Svör við ábendingum:

a) Skipulagsnefnd vísar til Framkvæmdaráðs að láta hindrun ná yfir alla götu, þegar og ef setja á hana upp í vetur. 

b) Bendir bréfritara á að gera athugasemdir til Vegagerðarinnar.

c) Þrengingar eru gerðar með öryggi gangandi vegfarenda í huga.

d) Þrengingar á Miðhúsabraut tengjast fyrirhuguðum gatnamótum við Brálund.

e) Vísað er í vinnu sem er í gangi við deiliskipulag Dalsbrautar.

f)  Gefur ekki tilefni til svars.