Óseyri 3 - umsókn um breytta notkun á húsnæði og lóð

Málsnúmer 2011050089

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 115. fundur - 01.06.2011

Erindi dagsett 16. maí 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Furu ehf., kt. 510907-0940, óskar eftir leyfi til að starfrækja móttöku fyrir brotamálma og notaða hjólbarða í vesturhluta húsnæðis og á lóðinni Óseyri 3. Nánari skýringar eru í meðfylgjandi bréfi ásamt umsókn um starfsleyfi til HNE.

Óskað er eftir umsögn slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um erindið. Afgreiðslu frestað.

Skipulagsnefnd - 117. fundur - 29.06.2011

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 16. maí 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Furu ehf., kt. 510907-0940, óskar eftir leyfi til að starfrækja móttöku fyrir brotamálma og notaða hjólbarða í vesturhluta húsnæðis og á lóðinni Óseyri 3. Borist hafa umbeðnar umsagnir slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits.

Meirihluti skipulagsnefndar telur að umbeðin starfsemi geti verið á lóðinni. Skipulagsstjóri afgreiðir umsókn um breytta starfsemi þegar hún berst.

Sigurður Guðmundsson A-lista greiddi atkvæði á móti afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd - 118. fundur - 27.07.2011

Önnur mál:
Vegna afgreiðslu nefndarinnar á 6. lið á fundi skipulagsnefndar 29.júní 2011 óskar Auður Jónasdóttir V-lista bókað:
Á síðasta fundi skipulagsnefndar þann 29. júní 2011 var tekin fyrir og samþykkt umsókn um breytta notkun á húsnæði og lóð við Óseyri 3. Edward H. Huijbens fulltrúi V-lista í skipulagsnefnd sat fundinn og samþykkti umsótta breytingu. Var sú afstaða byggð á því að lóðin væri á iðnaðar/athafnasvæði. Við nánari skoðun varð fulltrúa V-lista ljóst að lóðin er á skilgreindu athafnasvæði í aðalskipulagi. Skilgreining á þeirri starfsemi sem fram skal fara á athafnasvæði í núgilandi aðalskipulagi Akureyrar samræmist engan veginn fyrirhugaðri starfsemi og er því afstaða fulltrúa V-lista sú að ekki hafi átt að samþykkja umsótta notkunarbreytingu.