Holta- og Hlíðahverfi - leiksvæði

Málsnúmer 2011050021

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 115. fundur - 01.06.2011

Bæjarráð vísaði þann 12. maí s.l. til skipulagsnefndar erindi úr viðtalstíma bæjarfulltrúa þar sem Katrín Eiðsdóttir Lyngholti 12, kvartar yfir að vanti leiksvæði með leiktækjum í hverfinu. Hún bendir á að börn þurfi að fara yfir stórar umferðargötur til þess að komast á næsta skipulagða leiksvæði. Hún leggur til að skipulagt verði útivistarsvæði á þeim grænu svæðum sem eru í hverfinu.

Skipulagsnefnd bendir á fyrirhugað leiksvæði við Langholt, norðan Undirhlíðar, og óskar eftir áætlun framkvæmdadeildar um hvenær leiksvæðið verði fullgert.

Afgreiðslu frestað.