Skólaakstur 2011-2012

Málsnúmer 2011040149

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 14. fundur - 02.05.2011

Samningur um skólaakstur við SBA-Norðurleið hf dags. 12. ágúst 2008 rennur út 19. ágúst 2011. Gert er ráð fyrir því í samningnum að mögulegt sé að framlengja gildistímann tvisvar sinnum um eitt ár í senn, með samþykki beggja aðila.

Skólanefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Skólanefnd - 16. fundur - 16.05.2011

Samningur um skólaakstur við SBA-Norðurleið hf dags. 12. ágúst 2008 rennur út 19. ágúst 2011. Gert er ráð fyrir því í samningnum að mögulegt sé að framlengja gildistímann tvisvar sinnum um eitt ár í senn, með samþykki beggja aðila.
Fyrir liggur að vegna mikilla kostnaðarhækkana á olíu hefur kostnaður pr. kílómetra hækkað mikið. Hins vegar hefur þjónustan verið góð og stöðug sl. þrjú ár.

Skólanefnd samþykkir að framlengja samning um skólaakstur við SBA-Norðurleið hf til eins árs. Skólanefnd felur fræðslustjóra og skólastjórum grunnskólanna að leita leiða til fækkunar ferða og að endurskipuleggja aksturinn fyrir skólaárið 2012-2013.