Ungbarnaleikskóli - dagvistunarpláss

Málsnúmer 2011040114

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 16. fundur - 16.05.2011

Þorgerður Jóna Þorgilsdóttir og Margrét Kristín Helgadóttir mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa 14. apríl sl.
Þær hvöttu til þess að opnaður yrði ungbarnaleikskóli í bænum til að mæta brýnni þörf foreldra ungra barna eftir dagvistunarplássum eða í það minnsta þurfi að fjölga plássum hjá dagforeldrum í bænum, þar sem biðlistar gefa tilefni til að ætla að ekki fái öll börn pláss næsta haust.

Skólanefnd þakkar ábendinguna og mun taka hana til frekari umræðu við gerð starfsáætlunar.