Tryggvabraut 18-20 - fyrirspurn

Málsnúmer 2011040035

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 113. fundur - 04.05.2011

Erindi dags. 30. mars 2011, móttekið 8. apríl 2011, þar sem Sigurður Einarsson f.h. Umtaks fasteignafélags ehf., kt. 420307-3300, leggur inn fyrirspurn um hvort leyfi fáist til að breyta að hluta verslunar- og skrifstofuhúsi í gistiaðstöðu.
Meðfylgjandi eru bréf og teikningar frá Nýju teiknistofunni ehf.

Í Aðalskipulagi Akureyrar er byggingin á svæði skilgreindu sem athafnasvæði. Skipulagsnefnd telur að í samræmi við það megi gera ráð fyrir íbúð fyrir húsvörð eða gistirými sem tengt er starfsemi fyrirtækisins en ekki til almennrar útleigu. Skipulagsstjóri afgreiðir umsókn um byggingarleyfi fyrir slíkri breytingu ef hún berst.