Kynning á PMT þjónustu skóladeildar

Málsnúmer 2011020100

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 4. fundur - 21.02.2011

Þuríður Sigurðardóttir verkefnisstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir þjónustu skóladeildar við börn, foreldra, kennara og skóla með aðferðafræði PMT. Til upplýsingar um forsögu verkefnisins var skýrslan um "Bætta þjónustu félagssviðs" lögð fram. Þá skýrslu og frekari upplýsingar um PMT/SMT má nálgast á heimasíðu skóladeildar http://skoladeild.akureyri.is

Skólanefnd þakkar Þuríði fyrir greinargóða kynningu.

Skólanefnd - 7. fundur - 21.03.2011

Birna Svanbjörnsdóttir forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri mætti á fundinn og gerði grein fyrir þjónustu sem skólar fá frá miðstöðinni í samræmi við gildandi samning Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri.

Skólanefnd þakkar Birnu fyrir kynninguna.