Hamrar 1 - umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2011020074

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 109. fundur - 23.02.2011

Erindi dags. 15. febrúar 2011 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um byggingarleyfi til að breyta lausri kennslustofu í starfsmannaaðstöðu að Hömrum 1, landnr. 146935. Innkomin umsögn frá Vinnueftirlitinu 21. febrúar 2011.

Skipulagsnefnd veitir stöðuleyfi fyrir starfsmannaaðstöðunni til eins árs og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 338. fundur - 02.03.2011

Erindi dagsett 15. febrúar 2011 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um byggingarleyfi til að breyta lausri kennslustofu í starfsmannaaðstöðu að Hömrum 1 (landnr. 146935). Innkomin umsögn frá Vinnueftirlitinu 21. febrúar 2011

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 343. fundur - 06.04.2011

Erindi dagsett 15. febrúar 2011 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um byggingarleyfi til að breyta lausri kennslustofu í starfsmannaaðstöðu að Hömrum 1 (landnr. 146935). Innkomin umsögn frá Vinnueftirlitinu 21. febrúar 2011. Innkomnar nýjar teikningar 30. mars 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra veitir tímabundið leyfi til eins árs.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 359. fundur - 10.08.2011

Erindi dagsett 30. júní 2011 þar sem Fasteignir Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækja um að vera byggingastjóri yfir framkvæmdum að Hömrum 1. Umboð hefur Jón Hermann Hermannsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.