Innritun í leikskóla 2011

Málsnúmer 2011010119

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 2. fundur - 24.01.2011

Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi mætti á fundinn og gerði grein fyrir áætlaðri stöðu mála í innritun barna í leikskólana á þessu ári. Þar kom fram að 249 börn útskrifast úr leikskóla í vor og haust. Árgangur 2009 telur 272 börn og eru nú þegar 44 börn innrituð. Ef ekki verða frekari breytingar ættu um 20 börn úr árgangi 2010 að komast inn í leikskóla í haust. Helst vantar leikskólarými í Naustahverfi. Fram kom tillaga um að fjölga rýmum um 10-12 í Lundarseli og fækka rýmum í Sunnubóli á móti. Þá var lagt til að í leikskólunum Flúðum og Pálmholti verði tímabundið hópar fyrir börn úr Naustahverfi.

Skólanefnd þakkar Sesselju fyrir yfirlitið og samþykkir fyrirliggjandi tillögur.

Skólanefnd - 10. fundur - 04.04.2011

Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi sat fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir áætlaðri stöðu mála í innritun barna í leikskólana á þessu ári.
Fram kom að nú í fyrstu umferð hafa verið send út 243 bréf til foreldra þar sem þeim er boðið leikskólapláss fyrir börn sín. Reiknað er með að öll börn sem fædd eru 2009 fái vist í leikskóla, en óljóst er með fjölda 18 mánaða barna sem komast inn þ.e. börn fædd fyrri hluta árs 2010.
Sesselja Sigurðardóttir yfirgaf fundinn kl. 15:45.