Heimaþjónusta - gjaldskrá 2011

Málsnúmer 2010110036

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1112. fundur - 10.11.2010

Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti tillögu að breytingum á gjaldskrá heimaþjónustu árið 2011. Lagt er til að gjald fyrir heimsendan mat hækki úr kr. 850 í kr. 890 eða um 4,7% vegna hækkana á aðkeyptum mat og akstri. Heildarverð á hvern heimsendan matarbakka er áætlaður kr. 1.121 á næsta ári. Niðurgreiðslur bæjarins á kostnaði við hvern heimsendan matarbakka verði því kr. 231 eða 20,6%. Meðaltalsniðurgreiðsla bæjarins á árunum 2001-2009 var um 18,3%. Lagt er til að gjaldskrá heimaþjónustu verði óbreytt að öðru leyti.

Félagsmálaráð samþykkir tillögu um hækkun gjaldskrár og vísar henni til bæjarráðs.