Lundarskóli - tengigangur milli lausra skólastofa

Málsnúmer 2010080026

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 14. fundur - 16.08.2010

Ósk frá Lundarskóla og skóladeild um að settur verði upp tengigangur milli þriggja lausra kennslustofa sem standa á lóð skólans. Samkvæmt mati Fasteigna Akureyrarbæjar er áætlaður kostnaður um 3 milljónir króna.
Í rökstuðningi fyrir þessari framkvæmd kemur fram að til þess að hægt sé að vinna sameiginlega með hópa verði að vera innangengt á milli stofanna, hvort sem í stofunum verði starfsemi frístundar eða kennsla. Teymisvinna og mikið flæði milli hópa er einkenni starfshátta í Lundarskóla og er því nauðsynlegt að hafa innangengt á milli stofanna, ásamt því að hagræði í starfmannahaldi verður meira.

Skólanefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.