Gatnakerfi - gatnamerkingar - sláttur - hálkuvarnir - ljósastaurar - salernismál

Málsnúmer 2010020114

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 115. fundur - 01.06.2011

Bæjarráð vísaði þann 12. maí til skipulagsnefndar liðum a), f) og h) , úr viðtalstíma bæjarfulltrúa frá Hauki Ívarssyni.

a) Hann er óánægður með gatnakerfið í Naustahverfi.

f) Vill koma á framfæri athugasemd vegna fjarlægðar ljósastaura frá götum. Ljósastaurar séu oft of nærri götu í stað þess að þeir séu við lóðarmörk. Leggur til að ljósastaurar séu hafðir nærri lóðarmörkum í framtíðinni. Það auðveldi snjómokstur og minnki líkur á að ekið sé á staurana.

h) Vill að áfengisverslun ÁTVR verði færð á annan stað í bænum.

a) Gatnakerfið er hannað með það að leiðarljósi að draga úr umferðarhraða og tryggja þannig öryggi í þessu barnvæna íbúðarhverfi.

f) Skipulagsnefnd þakkar ábendinguna. Fyrirspurninni er vísað til afgreiðslu framkvæmdadeildar.

h) Vísað er í 1. lið fundargerðarinnar.