Giljahverfi, áfangi 1-5 - deiliskipulag - endurskoðun

Málsnúmer 2010020008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3233. fundur - 29.07.2010

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. júlí 2010:
Ágúst Hafsteinsson frá Formi ehf kynnti endurskoðað deiliskipulag í Giljahverfi, áfanga 1-5 í samræmi við mál SN090081 og SN090082. Endurskoðunin nær til allra skipulagsáfanga Giljahverfis og þeir sameinaðir í eitt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í
3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 29. júní 2010.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn - 3292. fundur - 19.10.2010

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. október 2010:
Erindið var auglýst í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni þann 11. ágúst 2010. Athugasemdafrestur var til 22. september 2010.
7 athugasemdir bárust:
1) Framkvæmdadeild, dags. 18. ágúst 2010.
a) Á uppdrátt vantar leiksvæði sunnan við hús nr. 32. við Vættagil.
b) Nóg er að hafa leiksvæði austan stígs sem tengir Vörðugil og Fossagil.
c) Lítið leiksvæði er vestan húss nr. 16 við Skessugil.
d) Taka ætti út leiksvæði í miðju Huldugili. Það er ekki á áætlun og þaðan er stutt upp í Vættagil.
2) Ásmundur Guðjónsson, Fannagili 30, dags. 3. september 2010.
Sótt er um lóðarstækkun á lóð nr. 22-30 í Fannagili um 8m til norðurs. Fyrir liggur samþykki annarra lóðareigenda og eigenda Fornagils 13-15.
3) Undirskriftarlisti með 44 undirskriftum frá íbúum í Fannagili og Fornagili, dags. 6. september 2010.
Óskað er eftir tengingu milli göngustíga skv. meðfylgjandi teikningu.
4) Páll Sigurgeirsson, Fossagili 12, dags. 20. september 2010.
Sótt er um lóðarstækkun á lóð nr. 12 í Fossagili um 5m til austurs og 2,5m til suðurs.
5) Valur Sigurðsson f.h. íbúa við Vörðugil 5-7, dags. 22. september 2010.
Óska ekki eftir stækkun lóðar til vesturs en eru sátt við stækkun til norðurs.
6) Ari Þór Jónsson og Ragnheiður Helgadóttir, Vesturgili 4, dags. 22. september 2010, samþykkja lóðamörk milli Vesturgils 4 og 6-8 og Víkurgils 1-7 en vilja fá viðbót til vesturs.
7) Ólafur Jónsson og Halla Björk Garðarsdóttir, Fossagil 6, dags. 22. september 2010, senda inn athugasemd í 5 liðum um lýsingu og frágang í hverfinu.

Tekið er tillit til athugasemda samkvæmt neðangreindu:
1) Tekið er tillit til athugasemdanna í liðum a, b og c.
2) Tekið er tillit til lóðarstækkunarinnar til norðurs.
3) Tekið er tillit til athugasemdarinnar.
4) Tekið er tillit til lóðarstækkunarinnar til suðurs en samþykkt lóðarstækkun um 2,5m til austurs.
5) Tekið er tillit til athugasemdarinnar.
6) Tekið er tillit til lóðarstækkunarinnar til vesturs.
7) Tekið er tillit til athugasemdar í lið nr. 2 (sem er samhljóða aths. nr. 3). Liðum nr. 1, 3, 4 og 5 er fram koma í bréfinu er vísað til afgreiðslu framkvæmdadeildar.

Einnig samþykkir skipulagsnefnd að bæta við gangstéttum meðfram götum þannig að hægt verði að gera þær ef þörf verður á.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að endurskoðað deiliskipulag þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.