Oddeyrargata - umferðarhraði

Málsnúmer 2009110138

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 117. fundur - 29.06.2011

Bæjarráð vísaði þann 9. júní 2011 eftirfarandi erindi til skipulagsdeildar:
Ólafur Hergill Oddsson hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa vegna umferðarhraða í Oddeyrargötunni. Hann spurðist fyrir um fyrirætlanir um að setja fleiri hraðahindranirnir í götuna eins og áætlanir stóðu til. Hann leggur fram tilmæli um að 30 km hámarkshraða verði haldið í Oddeyrargötunni og ráðstafanir þar að lútandi verði gerðar.

Hverfið er nú þegar skilgreint sem 30 km hverfi. Hraðamæling í götunni var framkvæmd af framkvæmdadeild á tímabilinu 14. - 20. janúar 2010 en þar kemur fram að meðalhraði í götunni sé 37 km/klst. Skipulagsnefnd telur ekki þörf á úrbótum samkvæmt fyrirliggjandi hraðamælingu að sinni. Hafin er vinna við endurskoðun á áætlun um hraðatakmarkandi aðgerðir í 30km hverfum. Skipulagsnefnd vill þó benda á að það sé lögreglu að hafa eftirlit með að hraðatakmarkanir séu virtar.