Skammtímavistun fatlaðra - úrbætur í húsnæðismálum

Málsnúmer 2008020138

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1122. fundur - 27.04.2011

Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar ræddi um húsnæðismál skammtímavistunar. Nýtt húsnæði fyrir skammtímavistun er ekki á þriggja ára áætlun bæjarins 2012-2014. Mat Kristínar er að málið þoli ekki bið til ársins 2014 meðal annars vegna öryggissjónarmiða.

Félagsmálaráð er sammála um að málið sé brýnt og felur framkvæmdastjóra búsetudeildar að vinna áfram í málinu.