Námskeið vor 2021

 

 

 

 Punkturinn býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða svo flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

  Fylgist með myndefni og fréttum af námskeiðum á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

 

  Við erum einnig á instagram  fylgist með daglegum uppfærslum 

  Skráning á námskeið fer fram í gegnum Nóra í opnum hópum yfir haustönnina. 

 

 

   Við höfum opnað fyrir fyrstu námskeiðin - fleiri hópum verður bætt við eftir aðsókn :)

   Skráning á námskeið

 

Fjársjóðsleit

Upplýsingar og myndir/myndbönd er að finna á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg 

Fjársjóðsleitin er skemmtilegt sjálfsstyrkingar námskeið.
Við vinnum að því að bæta líðan og sjálfsmynd barnanna með ýmsum leikjum og verkefnum. Markmiðið er að efla jákvætt hugarfar og styrkja jákvæða eiginleika. Við hvetjum börnin til að stíga aðeins út fyrir þægindarammann sinn og hjálpa hvert öðru við að setja sér markmið. Markmiðunum getum við þess vegna náð í sameiningu.
Námskeiðið er sex skipti og hver og ein stund hefur sitt verkefni sem við leysum saman. Verkefnin sem við förum í eru öll á einhvern hátt tengd tjáningu, því að læra á sjálfan sig og ögra sjálfum sér. Svo má ekki gleyma aukaverkefnum eins og að dansa, syngja og bara kynnast hvert öðru.

Tímabil 1. - 25. febrúar ATH frí vikuna 15. - 18. febrúar (vegna öskudags + vetrarfrís)
Námskeiðið er sex skipti og haldið í Rósenborg á 4.hæð

verð: 12000kr

Strákahópur
Leiðbeinandi: Gerður Ósk Hjaltadóttir
mánudag og miðvikudag kl 15 - 16:30

Stelpuhópur
Leiðbeinandi: Ingibjörg Ósk Pétursdóttir
þriðjudag og fimmtudag kl 15 - 16:30

Ís- og Salatgerðin

FULLT! 

Ásdís Elva Rögnvaldsdóttir kennir krökkunum að setja saman ljúffenga safa og salöt. Lokadaginn fá krakkarnir að búa til ís frá grunni.

Námskeiðið eru þrjú skipti, á mánudögum, miðvikudögum og þriðjudögum kl 15-16:30, í Salatgerðinni Kaupangi.

verð; 8500kr

Fylgist með fréttum á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

Skrímslastofa

 Leiðbeinandi: Bryndís Fanný Halldórsdóttir, list- og handverksleiðbeinandi.

Við munum hanna og lita skrímsli af öllum stærðum og gerðum. Hvaða leyndu eiginleikum mun skrímslið þitt búa yfir

Tímabil 25. jan - 25. feb.

Námskeiðið eru þrjú skipti, kennd mánudag, þriðjudag og miðvikudag kl 15 - 16:30, í Punktinum Rósenborg á 1.hæð.

 Fylgist með fréttum á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

Tálgun

  

Leiðbeinandi: Ólafur Sveinsson, myndlistamaður og kennari.
Farið verður í grunn-atriði hnífsins, hvernig er hnífnum beitt og tæknina. Tálgaðar litlar fígúrur t.d. fuglar, karlar eða annað skemmtilegt.
Tímabil 25. jan - 5. maí. Námskeiðið eru fjögur skipti, kennd mánudag og miðvikudag. kl. 16:30-18 á smíðastofu Punktsins í Rósenborg á 1.hæð.

verð; 7500 kr

Upplýsingar og myndir/myndbönd er að finna á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

Tæknilegó

Leiðbeinandi: Jón Aðalsteinn Brynjólfsson, náttúrufræðikennari.
Setjum saman NXT2 LEGO vélmenni. Tengjum við tölvur, forritum og fjarstýrum. Látum svo vélmennin keppa. Foreldrum er velkomið að koma og horfa á í síðasta tíma.
Tímabil 18. jan - 5. maí.
Námskeiðin eru þrjú skipti, kennd mánudaga - þriðjudaga - miðvikudaga kl 16:30 - 18 í Rósenborg.

LEGO verður á 3ju hæð Rósenborg í stofu 6
Merkt "Stofa 6 Jón Aðalsteinn"

verð; 6900

Upplýsingar og myndir/myndbönd er að finna á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

Fígúruteikning

 Leiðbeinandi: Edda Gunnarsdóttir, list–og handverksleiðbeinandi.

Við förum í grunnatriðin í fígúruteikningu, hlutföll andlits og líkama með auðveldum aðferðum. Krakkarnir spreyta sig í að hanna sína fígúrur og teiknistíl.

Tímabil 25. jan - 6. maí.
Námskeiðið eru 6 skipti kennd mánudag, þriðjudag og miðvikudag, kl 15 - 16:30, í barnastofu Punktsins í Rósenborg á 1.hæð.

verð; 9000kr

Upplýsingar og myndir/myndbönd er að finna á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

 

Símaveski

Leiðbeinandi: Súsanna Kristinsdóttir, list–og handverksleiðbeinandi.

Krakkarnir hanna og sauma símaveski úr ýmsum efnum, skinni og skrauti.

Tímabil 26. jan - 22. apríl. Námskeiðið eru tvö skipti, kennd þriðjudag og fimmtudag kl 15 - 16:30, í saumastofu Punktsins í Rósenborg á 1.hæð.

verð; 3000kr

Upplýsingar og myndir/myndbönd er að finna á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

Skapandi skart

Leiðbeinandi: Súsanna Kristinsdóttir, list–og handverksleiðbeinandi.

Krakkarnir hanna og búa til skartgripi úr ýmsum perlum og skrauti.

Tímabil 2. feb- 22. apríl. Námskeiðið eru tvö skipti, kennd þriðjudag og fimmtudag kl 15 - 16:30, í saumastofu Punktsins í Rósenborg á 1.hæð.

Verð; 4500

Upplýsingar og myndir/myndbönd er að finna á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

Dýr í útrýmingahættu

  

Leiðbeinandi: Ólafur Sveinsson, myndlistamaður og kennari.

Nýtt námskeið hjá Óla þar sem verður fjallað um stöðu á dýrum í útrýmingarhættu, hvers vegna og hvað eru mörg eftir á meðan nemendur velja sér dýr, tálga þau og sverfa.
Tímabil 25. jan - 5. maí. Námskeiðið eru fjögur skipti, kennd mánudag og miðvikudag. kl. 16:30-18 á smíðastofu Punktsins í Rósenborg á 1.hæð.
Verð: 7500 kr

Upplýsingar og myndir/myndbönd er að finna á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

Slímgerð

Leiðbeinendur: Oddný Kristjánsdóttir og Bergþóra Anna Stefánsdóttir, list- og handverksleiðbeinendur.

Tímabil 26. jan - 14. maí. Námskeiðið eru tvö skipti, kennd þriðjudaga og fimmtudaga kl 15 - 16:30, á Punktinum í Rósenborg á 2. hæð.

 Leikum okkur að sulla saman slími, sandi, glimmeri ... 

Upplýsingar og myndir/myndbönd er að finna á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

Brjóstsykursgerð

Leiðbeinendur: Oddný Kristjánsdóttir og Bergþóra Anna Stefánsdóttir, list- og handverksleiðbeinendur.

Við búum til ýmsar tegundir af dásamlegum brjóstsykri.

Tímabil 19. jan - 6. maí. Námskeiðið er tvö skipti, kennd þriðjudag og fimmtudag kl 15 - 16:30 á 2.hæð í Rósenborg.

verð; 4500kr

Upplýsingar og myndir/myndbönd er að finna á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

 Flugdrekar

*væntanlegt*

 Rugl & Regla

Leiðbeinandi: Bryndís Fanný Halldórsdóttir, list- og handverksleiðbeinandi.

Tímabil 1 feb. - 1. mars.

Námskeiðið eru þrjú skipti, kennd mánudag, þriðjudag og miðvikudag kl 15 - 16:30, í Punktinum Rósenborg á 1.hæð.

Við málum, teiknum og slettum til að skapa stór listaverk. Svo rífum við þau í tætlur og pússlum aftur saman svo úr verði ævintýraleg dýraandlit.

verð 8500kr

 Listasmiðja

Leiðbeinandi: Edda Gunnarsdóttir, list–og handverksleiðbeinandi.

Myndlist og blönduð tækni. Við vinnum hugmyndir með vatnsliti, akrýl, penna, kol, fjölbreyttar áferðir, texta og teikningu með ýmsum aðferðum. Krakkarnir fá að kynnast ýmsum aðferðum og efnivið til að koma hugmyndum sínum í mynd og finna hvað hentar þeim í sínum myndverkum.

Tímabil 8. feb. - 1. maí

Námskeiðið eru sex skipti, kennd mánudag, þriðjudag og miðvikudag kl 15 - 16:30, í Punktinum Rósenborg á 1.hæð.

verð 9000kr

 

Síðast uppfært 20. september 2021