Kæru safngestir. Amtsbókasafnið er lokað í dag, uppstigningardag, en við opnum auðvitað á morgun, föstudaginn 27. maí kl. 8:15 eins og venjulega. Eigið góðan dag og sjáumst hress á morgun!
Það er föstudagur og sólin skín með smá skýjum, alltaf besta veðrið hér. Nú er tími fyrir smá föstudagsþraut og hún tengist sýningunni flottu sem er í gangi hjá okkur núna.
Kæru safngestir og síðuelskendur! Það er föstudagur og þrautin er í léttara lagi. Hún felst í því að finna nýja sumarbollann okkar á myndinni úr búðinni okkar litlu.
Nýtt bókasafnskerfi er að taka við hjá almenningsbókasöfnum landsins í byrjun júní, þ.m.t. Amtsbókasafninu á Akureyri. Eðlilega hefur svona stór breyting einhver áhrif og til að byrja með minnumst við á þau helstu hér:
Námskeiðið er fyrir krakka fædda 2012 og 2013. Undirstaða námskeiðsins er lestur í víðum skilningi. Við byrjum alla daga á yndislestri. Síðan munum við bralla ýmislegt eins og að heimsækja Listasafnið og Minjasafnið, föndra, skrifa, spila, teikna, leika og fleira.
Kæru lesendur. Í næstu viku munum við tilkynna smá breytingar hér hjá okkur á bókasafninu en núna ætlum við að skemmta okkur aðeins og þið ætlið að leysa þraut! Fimm hópar af mismunandi fólki en í hverjum þeirra er einn aðili sem á alls ekki heima þar. Finnið þá aðila sem ekki eiga heima í þeim hópum og þá hafið þið leyst þrautina!
Sýning Barnabókaseturs opnaði á Amtsbókasafninu 3. maí 2022. Á sýningunni er hægt að taka mynd af sér með sína uppáhalds barnabók (#bestilestur), skoða gamlar barnabækur, fræðast um lestrargönguna og týndu bækurnar, fá bókamerki og margt fleira.
Það er við hæfi á þessum degi að minna á allt Stjörnustríðs-tengda efnið sem Amtsbókasafnið hefur til útláns. Við erum að tala um teiknimyndasögur, kvikmyndir, borðspil o.fl. Svo er þetta líka gott tækifæri á að minna lesendur síðunnar á að hér má finna um 3000 titla á mynddiskaformi sem hægt er að fá lánaða heim ... endurgjaldslaust!