Amtsbókasafnið á Akureyri

Þjónusta:

Amtsbókasafnið er þjónustustofnun og leggur áherslu á hæfni, þátttöku, menntun og virkni starfsmanna sinna með það að veita góða þjónustu.

Upplýsingaþjónusta er í afgreiðslunni á 1. hæð. Upplýsingaþjónustan er fyrir alla og er notendum að kostnaðarlausu en greiða verður fyrir ljósrit og útprentanir úr tölvu. Einnig þarf að greiða fyrir millisafnalán.

Hægt er að hringja í síma 460-1250 og biðja um samband við upplýsingaþjónustu, eða senda fyrirspurn með tölvupósti.

Aðgangur að amt.leitir.is veitir upplýsingar um safnkostinn hér á Akureyri sem og um allt land. Hvar.is er landsaðgangur að rafrænum áskriftum sem allir geta nýtt sér.

Undir flipanum „Þjónusta“ má svo sjá helstu þætti þjónustunnar hjá Amtsbókasafninu (útlán, lestrarsalur, skylduskil o.fl.)

Staðsetning:

Amtsbókasafnið á Akureyri
Brekkugötu 17
600 Akureyri

Sími: 460 1250 
Tölvupóstur: bokasafn@amtsbok.is

Kort af staðsetningu

Afgreiðslutími í vetur (16.september  15.maí):

Virkir dagar: kl. 8:15-19:00 (sjálfsafgreiðsla til kl. 10:00)
Laugardagar: kl. 11:00-16:00
Sunnudagar: lokað

Afgreiðslutími í sumar (16.maí – 15. september)

Virkir dagar: kl. 8:15-19:00 (sjálfsafgreiðsla til kl. 10:00)
Lokað laugardaga og sunnudaga

 

 

Athugið! Ertu á leið úr bænum og búið að loka bókasafninu?

Þá er möguleiki að skila bókum og öðru safnefni í Pennanum Eymundsson á Akureyri.

Ljósmynd af Amtsbókasafninu

Síðast uppfært 13. september 2022