Óhefðbundin útlán

Nú er Amtsbókasafnið komið með garðverkfæri, kökuform, nuddtæki, lautarkörfur, plokktangir og hleðslusnúrur fyrir síma í útlán. Hægt er að fá nuddtækið og snúrurnar lánaðar innanhúss gegn framvísun bókasafnsskírteinis í afgreiðslu safnsins. Garðverkfærin, kökuformin og plokktangirnar lánast út úr húsi. 

Athugið! Það þarf að þvo kökuformin áður en þeim er skilað og það má ekki setja þau í uppþvottavél. Hér má sjá mynd af þeim formum sem til eru. 

Mynd 1 af kökuformumMynd 2 af kökuformum

Síðast uppfært 07. maí 2024