Spjall-gluggi!

Kæru safngestir og síðunotendur! Við viljum endilega benda ykkur á nýja þjónustu sem við erum að byrja með, en það er svokallaður spjall-gluggi.

Ef þið farið á heimasíðuna, þá birtist blár hringur í horninu niðri til hægri með hvítri samtalsblöðru. Smellið á þennan hring og þá opnast gluggi sem svipar til spjalls-glugga eins og Facebook Messenger. Þar bjóðum við ykkur að segja til nafns og gefa upp netfang, ef þið viljið mögulega eftirfylgni samtalsins, en þið ráðið hvort þið fyllið það út.

Þegar því er lokið, þá fær starfsmaður á vakt tilkynningu um að samtal sé að hefjast og þarna getið þið spurt um hvað sem er. Vantar ykkur að vita hversu lengi er opið? Viljið þið fá að vita hvort ákveðin bók sé inni? Á að framlengja lán? Hvaða sýning er í gangi? o.s.frv.

Þessi þjónusta verður til staðar 8:15-16:00 alla virka daga, til að byrja með. Ef vel gengur, þá má skoða hvort möguleiki sé að lengja tímann. Við reynum eins og við getum að svara strax, til þess er leikurinn auðvitað gerður - beinni samskipti!, en í ákveðnum tilfellum gæti verið um einhverja bið að ræða. Þá gefst ykkur tækifæri á að bíða í smástund eða skilja eftir skilaboð og ykkur verður svarað sem fyrst í tölvupósti.

Vonandi mælist þetta vel fyrir. Látið okkur endilega vita hvað ykkur finnst!

- Starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan