Barnastarf

Velkomin í barnadeildina, sem staðsett er á fyrstu hæð safnsins. 

Safnið leggur sérstaka áherslu á barna- og unglingastarf, t.d. með safnkynningum og sögustundum.  

Boðið er upp á skoðunarferðir um safnið og sögustundir fyrir hópa. Tilgangurinn með  safnkynningum er að börnin læri að þekkja almenningsbókasafnið sitt. Hvað þar er að finna og hvaða þjónusta er í boði. Hægt er að koma með bekki í almennar heimsóknir í tengslum við þema- og ritgerðavinnu.

Mynd af barnadeild á fyrstu hæð.

Hér er alltaf mikið um að vera og því borgar sig að fylgjast vel með.


Barnabókavörður er Hólmfríður Björk Pétursdóttir.

Vinnutími er:
Kl. 8-14 mánudaga - miðvikudaga
Kl. 8-13.30 og 15.30-18 á fimmtudögum
Kl. 8-12 á föstudögum.

Netfang er fridab at akureyri.is 

Síðast uppfært 28. október 2020