Alma - nýtt bókasafnskerfi

Nýtt bókasafnskerfi er að taka við hjá almenningsbókasöfnum landsins í byrjun júní, þ.m.t. Amtsbókasafninu á Akureyri. Eðlilega hefur svona stór breyting einhver áhrif og til að byrja með minnumst við á þau helstu hér:

- Frá og með 9. maí verður ekki hægt að framkvæma millisafnalán eins og venjulega í gegnum netið, heldur má senda póst á millisafnalan@amtsbok.is og umsjónaraðili millisafnalána gerir sitt besta í að koma gögnum til ykkar.

- Nýtt efni er ekki hægt að skrá og tengja næsta mánuðinn. Það þýðir að óskum um efniskaup verður ekki hægt að sinna þar til í júní.

Útlán og skil munu virka eins og venjulega út maí-mánuð, sem og frátektir, endurnýjun skírteina og skráning nýrra lánþega. Þegar nálgast næsta stig í þessu ferli okkar munum við láta ykkur vita.

Með vinsemd, virðingu og miklum þökkum fyrir þolinmæði ykkar á meðan þessu stendur,
      starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan