Föstudagsþraut : Nýi múmínbollinn!!

Við erum að leita að sumarbollanum 2022 á myndinni ...
Við erum að leita að sumarbollanum 2022 á myndinni ...

Kæru safngestir og síðuelskendur! Það er föstudagur og þrautin er í léttara lagi. Hún felst í því að finna nýja sumarbollann okkar á myndinni úr búðinni okkar litlu.

Bollinn heitir „Fishing“ og er auðvitað afskaplega flottur eins og allir hinir. Verðið á honum er 3000 kr. og því ekki eftir neinu að bíða en að skella sér á eintak.

Hvort sem þið kallið þetta könnu eða bolla ... ja, eða krús eins og heildsalinn gerir, þá smakkast kaffið, teið ... allt! bara miklu betur úr þessum bollum. Heimsmetið í að leysa þessa þraut er ekki enn komið. Það er því undir ykkur komið að slá það!

Síðasti laugardagurinn er svo á morgun! Þá meinum við ... sko ... síðasti laugardagurinn sem er opið hjá okkur (kl. 11:00-16:00) áður en við höfum alveg lokað um helgar fram til 15. september. Merkisdagur reyndar þessi laugardagur 14. maí; síðasti laugardagurinn, úrslit í Eurovision 2022 (hvar lenda Systur og hver vinnur?) og svo kosningar.

Og svo á víst snjórinn að fara ... 

Mynd af múmín-sumarkönnu 2022

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan