Lestrarsalur

Lestrarsalur:
Lestrarsalur safnsins er á 2. hæð og er hann opinn frá klukkan 8:15-19:00 alla virka daga og klukkan 11:00-16:00 á laugardögum (frá 16. september - 15. maí).

Mynd af lestrarsal á annarri hæð. Mynd af 2. hæð á Amtsbókasafninu, lesbásar bak við hillur

Á lestrarsal eru lesbásar og borð til afnota fyrir gesti og opinn aðgangur að þráðlausu neti. Gestum okkar býðst einnig aðgangur að vefbókasafninu Snöru sem er safn orðabóka og annarra uppflettirita. Slóðin er www.snara.is

Netið:
Gestum safnsins gefst kostur á ókeypis aðgangi að internetinu hvort heldur sem þeir vilja nota sínar eigin tölvur eða tölvur sem staðsettar eru á kaffihúsi á 1. hæð. Í tölvunum eru algengustu Office forritin, Word, Excel o.fl.

Leitartölvur:
Upplýsingar um safnkost eru aðgengilegar í gagnagrunni safnsins. Þar sést hvað er til, hvar það er staðsett og hvað er hægt að fá lánað.
Leitartölvur eru staðsettar á báðum hæðum safnsins og er starfsfólk reiðubúið að veita safngestum aðstoð við leit þegar þess gerist þörf.

Mynd af leitartölvu á 1. hæð Amtsbókasafnsins

 


 

Síðast uppfært 30. ágúst 2023