Sumarlestur ungmenna - Amtsbókasafnið

Hvað er sumarlegra en að flatmaga í sólinni með góða bók? Á tímabilinu 25. maí – 25. ágúst stendur Amtsbókasafnið fyrir sumarlestri fyrir 13–18 ára.

Fyrir hverja lesna bók á tímabilinu má fylla út þátttökumiða þar sem skrifuð er stutt umsögn um bókina og fyrir hvaða aldur viðkomandi finnst hún henta. Þátttökumiða má nálgast hér á Instagram-síðunni Bækur unga fólksins og á Amtsbókasafninu. Miðum er skilað rafrænt eða í kassa í ungmennadeildinni. Sumarlesturinn á við um allar tegundir bóka, líka rafbækur, hljóðbækur, teiknimyndasögur og manga. Bækurnar mega vera á öllum tungumálum, eitthvað fyrir alla.

Þann 29. ágúst verður svo dreginn út heppinn þátttakandi sem fær að launum 10.000 króna gjafabréf í Pennanum-Eymundsson.

Sumarlesturinn er samtvinnaður Instagram-síðunni Bækur unga fólksins og samnefndum Facebook-hóp. Bókaumsagnir af þátttökumiðum gætu verið birtar en birtingin er alltaf nafnlaus og einungis kemur fram aldur lesandans.


Markmið sumarlestrarátaksins er þannig þríþætt:

  1. Að hvertja ungmenni til lesturs.
  2. Að sjá hvaða bækur höfða til ungmenna, til þess að bókasafnið geti veitt þessum aldurshópum betri þjónustu.
  3. Að gera lestur ungmenna sýnilegri og skapa samtal um bækur með því að birta umsagnir ungmenna.

Það er því ekki seinna vænna en að grípa bók og leggjast út í sólina og lesa.

Gleðilegan sumarlestur!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan