Millisafnalán

Að gefnu tilefni viljum við benda á að efni sem merkt er „Amtsbókasafnið á Akureyri(les)“ í tölvukerfi safnsins Ölmu er ekki til útláns. Þetta efni er eingöngu til notkunar hér á safninu. Þetta á líka við þegar önnur söfn á landinu óska eftir „Amtsbókasafnið á Akureyri(les)“-efni frá okkur í millisafnalánum.

Millisafnalán

Við tökum að okkur að útvega efni frá öðrum bókasöfnum ef það er ekki til á Amtsbókasafninu á Akureyri.

Allir sem eiga gild bókasafnsskírteini hjá okkur geta nýtt sér þessa þjónustu.

Hægt er að panta efni í millisafnaláni beint á amt.leitir.is eða senda beiðni á millisafnalan@akureyri.is

 

Í langflestum tilvikum eru rit komin frá innlendum söfnum innan tveggja til fimm sólarhringa en bíða þarf lengur eftir bókum erlendis frá.
Hvert eintak sem fengið er frá bókasafni innanlands kostar 2.000 kr. og 3.000 kr. sé það fengið hjá bókasafni erlendis frá.

Millisafnalánin eru borguð þegar þau eru sótt.

Algengasti lánstími frá innlendum söfnum er 4 vikur. Í sumum tilfellum er hægt að fá lánstíma framlengdan en beiðni um slíkt þarf að hafa borist starfsfólki millisafnalána áður en lánsfrestur rennur út.


 

Síðast uppfært 02. janúar 2024