Gamalt og gott

Yfirlit yfir hvaða bækur er að finna í geymslu á Amtsbókasafninu á Akureyri sem kallast "Gamalt og gott"Amtsbókasafnið hefur tugi þúsunda bóka til útláns, en þær komast ekki allar fyrir í aðalrýminu á 1. og 2. hæð. Þess vegna höfum við herbergi/geymslu sem við í daglegu tali köllum „Gamalt og gott“, en þar er að finna skáldsögur og fræðibækur gefnar út fyrir árið 2000, unglingabækur gefnar út fyrir árið 2005 og barnabækur gefnar út fyrir árið 2000. Einnig er þar að finna stóran hluta af allri Ásútgáfunni sem og Ísfólkinu. Jólabækur, jólakvikmyndir og jólatímarit eru geymd þarna líka.

Eðli málsins samkvæmt breytast ártölin (sem sjá má líka á myndinni sem fylgir) því með árunum eykst útgáfan og fleiri bækur þurfa pláss í þessari stórkostlegu geymslu. Við munum þá merkja geymsluna upp á nýtt. Sumir bókaunnendur kalla þetta „fjársjóð“ þar sem þarna má t.d. finna heildarútgáfu Guðrúnar frá Lundi og Ingibjargar Sigurðardóttur, gömlu Árbækur Ferðafélags Íslands, Ravn-bækurnar, Sögu Húsavíkur, ritröðina flottu um heimsstyrjöldina síðari ... o.fl. o.fl.

En hvar er þessi fjársjóður??

„Gamalt og gott“ er að finna á 2. hæðinni, inni í skoti á hægri hönd þegar gengið er upp tröppurnar til suðurs. Öllum er frjáls aðgangur og allt efnið þarna inni er til útláns.

Síðast uppfært 09. janúar 2023